Íslendingar geta ekki sungið sér til gagns - Ef Eurovision hefði sömu áhrif og PISA
Í morgun vaknaði ég við þær fréttir að Ísland hefði lent í neðsta sæti allra þátttökuþjóða í Eurovision. Ísland hefur ekki komist upp úr forkeppninni síðustu 4 ár og við höfum verið með lélegasta árangur norrænna þjóða síðan um aldarmót.Þrátt fyrir það eru engar fyrirsagnir í blöðunum þar sem ráðamenn þjóðarinnar, sveitarstjórnarfólk, skólastjórar og foreldrar eru að benda á að Íslendingar geti einfaldlega ekki sungið sér til gagns.Ég hefði haldið að fréttirnar myndu líta svona út:En svo var ekki.... ég þurfti að búa þessa frétt til.Fyrirsögnin á mbl var svona:Ég tísti um málefnið í morgun og ákvað að fara lengra en þeir 280 stafir sem Twitter leyfir mér og skrifa smá blogg um af hverju við ættum að hafa áhyggjur....þó Eurovision sé, rétt eins og PISA eða samræmd próf, aðeins lítill og afmarkaður mælikvarði á getu landa og hæfni íbúa þeirra.
Áhyggjur ef það er lestur, stærðfræði eða vísindi en ekki ef það er sköpun og samvinna...
Það kemur mér á óvart í ljósi þess að þegar niðurstöður í alþjóðum læsiskönnunum eru kynntar og Íslendingar eru rétt við meðaltal á meðal OECD landa eru fyrirsagnirnar á þann veg að hér sé allt að fara á versta veg. Læsisátak sett í gang og hundruðir milljóna settar í það að efla læsi og hraðlestur barna á Íslandi. Læsisráðgjafar ráðnir á Menntamálastofnun, ráðherra ferðast þvert um landið og öll Sveitarfélög skrifa undir svokallaðan Læsissáttmála þar sem áhersla er á að þau setji sér læsisstefnu og nýti töluleg gögn til að efla skólastarfið en frekar.
Fyrirsagnir og fréttir blaðanna eru svona eftir PISA og samræmd próf:
Við getum verið sammála um það að lestur og stærðfræði eru mikilvægar greinar. Þær þjálfa ákveðna hluti sem eru mikilvægir en eru bara ekki nóg.
Rannsóknir sýna samt að mikilvægasta færni í atvinnulífi framtíðar sé einmitt færnin að geta skapað og unnið með öðrum. Færni sem þjálfast hvað best í skapandi greinum eins og leiklist, tónlist, myndlist og dansi.
Það ætti að valda okkur áhyggjum að hæfni þjóðarinnar í skapandi greinum eins og tónlist og dansi (eins og Eurovision mælir) sé ekki betri en þetta.... sérstaklega því að menningin og hinar skapandi greinar og framleiðsla þeim tengd er nú meðal öflugustu atvinnugreina Evrópu.
„Tölurnar ljúga ekki. Þær sýna að hinar skapandi greinar eru í dag leiðandi í efnahagsvexti og fjölgun starfa. Það er engin ímyndun heldur niðurstaða vandaðra kannana.”
-Androulla Vassiliou, menningar- og menntunarstjóri EvrópusambandsinsEf Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva væri Upplestrar- eða hraðlestarkeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva væru fyrirsagnirnar á annan veg. Líklega eitthvað eins og: „Ísland með versta upplesturinn" / „Íslendingurinn las hægast af öllum. Ráðherra boðar átak." .... en af því að þetta eru bara listgreinar eru fyrirsagnirnar svona:
Mikilvægi listgreina fyrir samfélagið
Eitt sinn var ég að ræða um mikilvægi listgreina fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild við kollega og sagði að leiklist, tónlist, myndlist og dans ætti að fá jafn mikinn tíma og rými í skólastarfi eins og lestur og stærðfræði. Hún svaraði því til að þetta væri allt gott og blessað en:
þegar nemendur færu að vinna í banka og þyrftu að leysa vandamál gætu þau ekki bara dansað sig frá vandamálinu....
Ég varð eiginlega orðlaus því þetta viðhorf sýnir bæði skilningsleysi á mikilvægi listgreina sem og tilgangi þeirra. Viðkomandi skildi hvorki það að listgreinar eru störf í sjálfu sér en það sem mikilvægara er að þau kenna okkur grunnfærni sem við nýtum okkur allt lífið.
The 4 Cs
Menntunarfræðingar um allan heim hafa undanfarin áratug eða svo talað um C-in fjögur (sem á ensku standa fyrir communication, collaboration, critical thinking & creative thinking en á íslensku samvinna, samskipti, skapandi hugsun og gagnrýnin hugsun) sem mikilvægustu færninar sem einstaklingar geta búið yfir í samfélagi og atvinnulífi framtíðar.Það er öllum ljóst sem hugsa það í samhengi menntunar að fátt, ef eitthvað, þjálfar þessar mikilvægu færnir betur en leiklist, tónlist, myndlist og dans.
Mikilvægi sköpunar og listgreina
Derelict skólinn í Englandi fór aðra leið en flestir skólar til þess að breyta skólanum sínum. Þau juku tónlist um 6 tíma á viku í stað lesturs og stærðfræði... (lesa hér). Fyrir vikið eru þau í efstu 10% í Englandi í lestri, skrift og stærðfræði. Sem er ennþá merkilegra þar sem 99% af nemendum skólans eiga ekki ensku að fyrsta tungumáli. Skólastjórinn Naveed Idrees sagði Guardian:
A lot of these quiet kids, they don’t know how to deal with emotions, they don’t know how to deal with negativity. At its most basic, the simple act of game-playing can help children learn social skills such as eye contact and taking turns, while listening to music in an hour-long assembly helps develop their concentration in an age dominated by smartphones and tablet computers.
Sir Ken Robinson segir í fyrirlestri sínum —How To Change Education — að sköpun (e. creativity) sé jafn mikilvæg og læsi. Atvinnulífið og samfélagið vilji fólk sem hugsar öðruvísi en það er erfitt að finna fólk sem getur það því margir nemendur hafa verið aldir upp á krossaprófum.
Vísindamenn sem stunda listgreinar í frítíma sínum eru mun líklegri að vinna Nóbelsverðlaun en aðrir vísindamenn.
En það að efla listgreinar eflir ekki einungis listgreinar, sköpun, samvinnufærni og færni okkar til þess að þora að prófa og mistakast heldur hefur víðtæk áhrif á marga þætti lífs okkar og hæfni í öðrum greinum.Í bók sinni Originals segir Adam Grant frá áhugaverðri rannsókn sem var framkvæmd við háskólann í Michigan. Þar kom í ljós að þeir vísindamenn sem stunduðu einhvers konar listgrein í frítíma sínum mun líklegri til þess að vinna Nóbelsverðlaun heldur en þeir sem stunduðu ekki listgrein.
In a recent study comparing every Nobel Prize–winning scientist from 1901 to 2005 with typical scientists of the same era, both groups attained deep expertise in their respective fields of study. But the Nobel Prize winners were dramatically more likely to be involved in the arts than less accomplished scientists.
Listgreinum ábótavant á öllum skólastigum
Pablo Picasso sagði eitt sinn:
Every child is an artist. The problem is how to remain an artist once he grows up
Þessi setning á vel við þar sem sköpun er líklega mest í leikskóla en fer svo stöðugt minnkandi eftir því sem nemendur verða eldri. Ekki bætir úr skák að búið er að stytta framhaldsskólann þannig að val og tækifæri til þess að prófa ýmsar greinar eru erfiðari nú en áður. En háskólastigið er alls ekki undanskilið.
Hægt að læra flestallar námsgreinar á háskólastigi, nema listir, án þess að greiða skólagjöld.... er það sanngjarnt?
Af hverju er ekki að fara af stað listgreinaátak... rétt eins og læsisátak?
Þrátt fyrir alla kosti þess að efla menntun í listgreinum eru fjölmargir ráðamenn, sveitarstjórnarfulltrúar, skólastjórar, kennarar og foreldrar sem telja það ekki vera stórmál þótt fjölmargir skólar uppfylli ekki lágmarkstíma viðmiðunarstundarskrár í listgreinum. Það er ekki stórmál ef ekki finnst kennari í þessar stöður og oft á tíðum eru aðeins nemendur í 5-7.bekk sem fá viðunandi listgreinakennslu.Ef það vantar stærðfræði eða íslenslukennara í skóla myndi engum detta það í hug að sleppa því eða jafnvel hafa íslensku og stærðfræði í einhvers konar þemaviku 1x á ári eða í hringekju á miðstigi.... En þar sem þetta eru listgreinar virðist það vera í lagi.
Skuldum börnunum okkar að gera betur
Ef við ætlum sem þjóð að skara fram úr öðrum þjóðum er ljóst að listgreinar eru lykill að farsæld þjóðar. Bæði fyrir menningararf, skapandi hugsun, ný störf, getu okkar til samvinnu og þess að skapa hluti sem áður voru ekki til. Listgreinar þjálfa okkur í að sjá hluti sem aðrir sjá ekki og þora að gera hluti sem aðrir þora ekki að gera.Við skulum vera þjóðin sem þorir.Ingvi Hrannar Ómarsson-----