„Frjálsa” skólavalið í framhaldsskóla og aðskilnaður stétta
Eftir mjög góðar viðtökur við hugleiðingum mínum um jöfnunarkerfi í framhaldsskóla langar mig að segja aðeins nánar frá þeim afleiðingum sem aðskilnaðarstefna við inntöku í framhaldsskóla hefur við að viðhalda (og ýta undir) félagslega lagskiptingu og mismunun í íslensku samfélagi, í andstöðu við gildandi menntastefnu.
Sem betur fer eigum við hér á landi hæfa rannsakendur sem hafa kynnt sér þessi mál og birtist ritrýnd grein í Netlu, veftímariti um uppeldi og menntun í maí s.l.
Ég hvet ykkur til þess að lesa hana alla, en ef þið hafið ekki tíma í það, þá gerði ég það fyrir þig og tek hér að neðan saman aðalatriðin.
Skólaeinkunn eða samræmd einkunn? - Miðinn inn í eftirsótta framhaldsskóla
Undanfarna daga hefur sprottið upp umræða um einkunnir úr grunnskóla og inntöku í framhaldsskóla.
Í nýlegri frétt í Morgunblaðinu var enn einu sinni viðtal við Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóra Réttarholtsskóla. Í þetta skiptið sagði hann m.a. að mun fleiri nemendur útskrifist með B í einkunn úr grunnskólum en ættu að gera (m.v. PISA), að afar lítið mark sé takandi á skólaeinkunnum, töluverð einkunnaverðbólga ríki í grunnskólum, það sé ekkert eftirlit með einkunnagjöfinni né samræming á milli skóla og jafnræðis sé ekki gætt.
Til að leysa þetta hafa sumir kallað eftir því að hér þurfi því einfaldlega að samræma einkunnir úr grunnskóla (lesist: Samræmd próf þurfi að taka upp að nýju) og einfalda þannig kennurum og skólum lífið við þetta flókna námsmat að þurfa að gefa skólaeinkunnir í grunnskóla því ríkið sjái bara um það með fljótlegu prófi… Það þurfi nefnilega að auka jafnræðið. Ekki gleyma því.
Í hvað erum við að flýta okkur? Ofuráhersla á bóklega færni ungra barna dregur úr hæfni þeirra í því sem mestu máli skiptir
Hvernig börn verja sínum tíma skiptir gríðarlegu máli. Árin, frá eins til sex ára, eru líklega þau mikilvægustu í lífi hverrar manneskju. Þá byggjum við upp mikið af hæfni okkar til samskipta og það er einmitt á þessum aldri sem samhygð (e. empathy) barna þroskast og mótast. Án hennar er grundvöllur fyrir nær öllum eðlilegum samskiptum og velgengni í lífinu á veikum grunni byggður.