8 spurningar fyrir kennara í lok skólaársins

Nú þegar skólaárinu fer að ljúka er mikilvægt fyrir kennara að stoppa, horfa til baka yfir skólaárið, spyrja sig spurninga og huga að bæði sumri og næsta skólaári.Á hverju ári geri ég lista um hluti sem ég vil gera betur, öðruvísi og prófa á næsta skólaári.Það mikilvæga við að skrifa það niður jafn óðum er að ég þarf ekki að pæla í því aftur fyrr en í ágúst.Kennarar vinna mikilvægasta starf í heimi og einn af kostunum við það að vinna í skóla er að byrja með hreint borð í ágúst á hverju ári... bæði að starfsmenn geri það og nemendur.Fyrir kennara legg ég til nokkrar spurningar sem væri gott að svara áður en skólaárinu lýkur. Það hjálpar vonandi við það að geta farið í gott sumarfrí en líka að verða betri fagmaður.

Spurningarnar 8:

  1. Hvaða augnablik stendur uppúr eftir veturinn? Hvernig get ég átt fleiri svoleiðis augnablik á næsta skólaári?

  2. Hver voru stærstu mistök sem ég gerði í vetur?

  3. Ef ég gæti byrjað síðasta ár aftur, hvað hefði ég gert öðruvísi?

  4. Hvað gerði ég í vetur sem gekk betur en ég þorði að vona?

  5. Hvað var besta verkefni sem nemendur mínir gerðu? Hvernig get ég fjölgað slíkum verkefnum næsta haust?

  6. Ég ætla að verða betri í _____________________ með því að ______________________.

  7. Hvernig varð ég betri fagmaður í ár?

  8. Ég vil að nemendur líti til baka eftir 20 ár og þakki mér fyrir að hafa _________________________?

Hér getur þú fundið þær og prentað út (8 spurningar fyrir kennara).Taktu þér tíma í að hugsa aðeins um þetta, skipuleggja næsta skólaár, skrifa þetta hjá þér og hafðu það svo gott í sumar.Gaman væri að heyra nokkur svör á Twitter undir #menntaspjallIngvi Hrannar

Previous
Previous

Námsmat gert bæði einfalt og fljótlegt

Next
Next

Það er ekki lengur hægt að sitja bara og reyna að bíða af sér tæknina - Viðtal við Skólavörðuna 1.tbl. 2019