eTwinning ráðstefna í Brussel - október 2015

 Á dögunum fékk ég það tækifæri að fara á ráðstefnu í Brussel um rafrænt skólasamstarf í gegnum eTwinning.Vi lentum hádegi á fimmtudeginum og keyrðum beinustu leið að ráðstefnuhótelinu. Dagskráin hófst svo aðeins nokkrum mínútum eftir að við komum þangað.Um leið og við gengum inn var skráning í vinnustofur næstu 2 daga og þar sem við komum rétt áður en opnunarræðan var þá voru flestar áhugaverðar vinnustofur orðnar fullar. Furðulegt þar sem vinsælar vinnustofur voru aðeins í 40 manna sal en nokkrar sem fengu mun færri þátttakendur í allt að 60 manna sal. Furðuleg vinnubrögð þar sem betra hefði mér þótt að fólk skráði sig fyrirfram og þá væri hægt að raða upp vinnustofunum eftir því. T.d. 60 manns skrá sig í eina þá yrði hún í 60 manna sal eða 100 manns, þá yrði hún endurtekin. En við breytum því ekki.Opnunin fór vel af stað og voru mér rétt heyrnartól. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hef fengið svona þýðanda beint í eyrað og var ég eiginlega uppteknari af því í opnunarræðunum heldur en hvað var verið að segja. Ég stóð upp og labbaði aftast þar sem þýðendurnir voru í glerbúri með míkrafón að hlusta og þýða um leið fyrir gesti, bæði á ensku, þýsku og frönsku. Ég náði þó þessu ;)

Daginn eftir byrjuðu svo vinnustofurnar. Hægt var að fara í 4 vinnustofur. IMG_4980 Sú fyrsta sem ég valdi mér bar heitið: Becoming an Entrepreneurial school. Hún var nokkuð áhugaverð og var það helst svokölluð ‘Creativity cards’ sem vöktu minn áhuga.

 

Ég kíkt á vinnustofu sem var um verkefni sigurvegara síðasta árs og þar var sagt frá verkefni um tónlistarsköpun og notkun þess í skólastarfi. Ég var ekki þar allan tímann því ég vildi ná að kíkja á forritunarvinustofu sem var á sama tíma.

Ég skutlaðis því næst í vinnustofu um forritun þar sem m.a. var talað um forritun án tölvu. Þátttakendur notuðu blöð og plastglös til þess að skilja og leysa grunnatriði forritunar. Mjög áhugavert.

Næsta vinnustofa snéri að notkun ‘virtual worlds’ í skólastarfi og þá sérstaklega tungumálakennslu. Þjóðverji kynnti þar fyrir okkur notkun á sýndarheimum þar sem nemendur búa til ‘avatar’ og ganga inn í þorp af öðrum nemendum (í eTwinning) frá öðrum löndum (t.d. Frakkland, Þýskaland og Bretland). Þar var verkefnið t.d. að “hitta” aðra nemendur og spjalla á ensku. Þetta virtist gefa góða raun og hjálpaði nemendum að tjá sig á ensku. Bresku nemendurnir tjáðu sig á Þýsku t.a.m og voru sett upp þorp eins og ‘The English village’ og ‘German village’ til þess að stýra tungumálinu.

Í síðustu vinnustofunni unnum við með markmið með tækni og ræddum um tilgang með tækninni. Þetta var áhugaverð vinnustofa. Að lokum í henni áttum við að mynda hópa og búa til hugmyndir að samstarfsverkefni.

Rástefnan í heild var nokkuð vel skipulögð, Brussel skemmtileg borg og vinnustofurnar í heildina nokkuð góðar.Ég kom til baka með nokkrar gagnlegar hugmyndir sem við ætlum okkur strax að nota, t.d. forritun án tölvu (sem grunnverkefni), erum að vinna í Erasmus+ umsókn um frumkvöðlakennslu og svo erum við að ræða heilmikið um markmið tækni og skólastarfs útfrá síðustu vinnustofunni.Í heildina var þetta mjög góð ferð sem ég myndi ekki hika við að endurtaka ef færi gæfist á.Ingvi HrannareTwinning fulltrúi NVTwitter @IngviHrannar & @IngviOmarsson

Previous
Previous

Tengslaráðstefna Erasmus+ í Kaupmannahöfn - Nóvember 2015

Next
Next

SVAN módelið við innleiðingu á tækni (SAMR model)