Fimman (Daily 5)

Fimman eða Daily 5 eins og það kallast á frummálinu er kennsluaðferð þróuð af systrunum Gail Boushey og Joan Moser og er notuð víða í Bandaríkjunum.Aðferðin var fyrst notuð á Íslandi í Árskóla Sauðárkróki og þróuð áfram af mér, Ingva Hrannari Ómarssyni, kennara skólaárið 2011-12 og 2012-13, og þýddi ég kennsluaðferðina á íslensku og notaði í kennslu.Bókina má kaupa hérHér fyrir neðan má finna nokkur hagnýt ráð fyrir þá kennara sem vilja nýta sér Fimmuna í sinni kennslu en ég tel að aðferðina sé hægt að nota í öllu fögum með börnum á öllum aldri.Fimman er kennsluaðferð í lestri og samanstendur af 5 verkefnum:1. Hljóðlestur - lesa bók sem hentar í hljóði.Besta leiðin til þess að vera betri í að lesa er að æfa sig á hverjum degi, með bækur að eigin vali, við þitt lestrarhæfi. Það verður fljótt að vana.2.Vinalestur - 2 og 2 lesa saman, upphátt fyrir hvorn annan. Annar les og hinn hlustar.Að lesa fyrir vin gefur þér meiri tíma til þess að æfa þig, fá betra flæði í lesturinn, athuga skilning, heyra þína eigin rödd og gefa þitt inn í lærdómssamfélag bekkjarins.3.Hlusta á lestur/sögur - Nemendur fá tækifæri til þess að hlusta á hljóðbók, og lesa bókina með ef það er möguleiki.Með þessu hlustum við á góðar bækur, fallega lesnar. Við aukum með því orðaforða okkar og verðum betri í að lesa.4.Ritun - Vinna með ritunarþáttinnRétt eins og með lestur verðum við betri í skrift með því að æfa okkur daglega.5.Orðavinna / Stafsetning - Vinna með orð, setningar og stafsetningu.Rétt stafsetning gefur okkur meira flæði í skriftina okkar, og eykur þar með skriftarhraða og að koma hugsunum okkar á blað.Áður en ég byrjaði með „Fimmuna” hafði ég minni tíma til þess að kenna en ég vildi. Tíminn í móðurmálskennslunni fór að miklu leyti í að hlaupa á milli stöðva sem ég hafði sett upp og sjá til þess að allir væru að vinna verkefnin. Sumir voru búnir fyrr og aðrir náðu ekki að klára þegar tíminn til að skipta um verkefni á milli hópa rann upp. Uppfyllingarefni voru mikilvægur hlutur til þess að sjá til þess að þau sem voru fyrst að klára verkefnin fengju eitthvað að gera á meðan hin kláruðu… sem hvatti fyrrnefnda hópinn ekki til meiri vinnu.Ég spurði mig oft að þeirri spurningu hvort sum verkefnin væru bara til að fylla tímann eða hvort verkefnin væru til þess fallin að efla færni nemenda til muna í leið sinni til læsis.Ég kláraði daginn og fór undir eins að undirbúa næstu 5 stöðvar sem ég ætlaði að hafa næst til þess að „hafa ofan af” fyrir börnunum en reyna að ná læsismarkmiðum vikunnar í leiðinni, hringur sem virtist aldrei ætla að taka enda. Eftir þessa vinnu leit ég á klukkuna og tók eftir því að hún var að nálgast kvöldmatartíma. Meirihluti dagsins fór í að skoða, meta og búa til ný verkefni fyrir börnin. Mér fannst börnin ekki vera að ná fram sínu besta og tími minn ekki eins vel nýttur og hann gæti verið. Það fór alltof mikill tími í agastjórnun, búa til verkefni og „slökkva elda” frekar en að kenna. Ég hafði lítinn tíma fyrir hvern einstakling, í lestartímum fékk ég u.þb. eina mínútu með hverjum nemenda á meðan hinir unnu verkefni í vinnubók og fengu ekki þá aðstoð frá mér sem þau hefðu þurft í verkefnið. Að auki fannst mér nemendur ekki nægilega sjálfstæðir í sínu námi og ég hugsaði að það hlyti að vera til betri leið.Það er óhætt að segja að Fimman var frábær leið til þess að auka sjálfstæði og gleði í læsiskennslu barna samhliða Byrjendalæsi og tókum við fyrir eina fimmu á dag þannig að einn "hringur" kláraðist á einni viku. Þróun á kennsluaðferðinni er ekki lokið að fullu og hægt er að aðlga aðferðina að hvaða aldri sem er og við hvaða námsgrein sem er.Hér eru myndbönd um Fimmuna, fyrst kynning en síðan stutt myndbönd um hvern þátt:http://vimeo.com/72424004http://vimeo.com/72446640http://vimeo.com/72446644http://vimeo.com/72446641http://vimeo.com/72446643http://vimeo.com/72446642 

Previous
Previous

Að hafa rángt fyrir sér

Next
Next

The Dangers Of Social Media.