Gleðjumst yfir því sem vel er gert
Ég rakst á skemmtilega samantekt á Buzzfeed um daginn þar sem niðurstöður PISA könnunarinnar í stærðfræði, náttúrufræði og lesskilningi 65 OECD ríkja voru bornar saman við hversu sammála nemendur landanna voru staðhæfingunni: "Ég er glaður/glöð í skólanum".Ekki er hægt að segja annað en að við höfum komið vel út úr þessum samanburði. Yfir meðaltali í námslega hlutanum og langt yfir meðaltali er kemur að gleði nemenda.Gleðjumst yfir því sem vel er gert. Starfsfólk skólanna okkar, nemendur og foreldrar eiga nefnilega hrós skilið fyrir sína vinnu.Höldum áfram að bæta skólastarf okkar með því að skoða það, meta það, ræða það, deila því sem vel er gert og innleiða nýjungar líklegar til árangurs.Við skulum ekki gleyma gleðinni í skólastarfi því hún er mikilvægari en allar staðreyndir sem hægt er að muna fyrir samræmt próf. Gleðin og að hafa ánægju af því sem við gerum er grundvöllur þess að við blómstrum og döfnum en hún er oft kæfð í mikilvægi þess að klára vinnublöð og verkefnahefti.Gleði er eitthvað sem við þurfum að rækta áfram með okkur sjálfum og þá getum við hjálpað öðrum til þess að gera það sama.Eigið góða og gleðilega helgi,Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari og nemandi í Frumkvöðlafræðum við Háskólann í Lundi.Follow @IngviHrannar