Hvernig var í skólanum í dag?

Ég býst við að allir foreldrar hafi spurt barnið sitt: „Jæja, hvernig var í skólanum í dag?” og fengið svarið „fínt…” eða „ég veit það ekki.”

Til þess að fá fullmótaðar setningar um daginn gæti verið gott að breyta spurningunni og rakst ég á 25 spurningar sem foreldrar geta spurt barnið án þess að spyrja „Jæja, hvernig var í skólanum í dag?”

25 spurningar fyrir foreldra:

  1. Hvað var það besta sem gerðist í skólanum í dag?

  2. Segðu mér frá einhverju sem fékk þig til að hlægja?

  3. Ef þú mættir velja 3 til þess að vinna með í hópverkefni, hverjir yrðu það og af hverju?

  4. Hvar í skólanum er best að vera?

  5. Segðu mér skrítið eða nýtt orð sem þú heyrðir í dag? (eða eitthvað skrítið sem einhver sagði)

  6. Ef kennarinn þinn myndi hringja í mig, hvað myndi hann segja mér um þig?

  7. Hvernig hjálpaðir þú einhverjum í dag?

  8. Hvernig hjálpaði einhver þér í dag?

  9. Segðu mér frá einhverju sem þú lærðir í dag.

  10. Hvenær í dag leið þér best og af hverju?

  11. Hvenær leiddist þér í dag? (...og benda svo á að það er nauðsynlegt að leiðast stundum)

  12. Ef geimverur kæmu í skólann og tækju einn með sér í geimskipið, hvern vildir þú að þær myndu taka og af hverju?

  13. Hvern myndir þú vilja leika við, sem þú hefur ekki leikið við áður?

  14. Segðu mér frá einhverju jákvæðu sem gerðist í dag.

  15. Hvaða orð segir kennarinn þinn oftast?

  16. Hvað vildir þú að væri gert oftar í skólanum?

  17. Hvað vildir þú að væri gert sjaldnar í skólanum?

  18. Við hvern í bekknum ættir þú að vera betri við?

  19. Hvað gerir þú oftast í frímínútum?

  20. Hver er fyndnust og hver er fyndnastur í bekknum þínum?

  21. Hvað var skemmtilegast við matartímann í skólanum?

  22. Ef þú fengir nýjan kennara á morgun, hvað myndir þú gera?

  23. Er einhverjum í bekknum þínum strítt meira en öðrum?

  24. Hvernig myndir þú skipuleggja daginn í skólanum ef þú fengir að ráða?

  25. Segðu mér frá 3 verkefnum sem þið unnuð í skólanum.

Það getur svo verið sniðugt fyrir barnið að semja spurningar fyrir þig/ykkur um daginn þinn/ykkar og þið skiptist á að spyrja eða farið hringinn á hverju kvöldi við kvöldmatarborðið.Gangi ykkur vel.Ingvi Hrannar 

Previous
Previous

Skjálöggurnar

Next
Next

Að skapa pláss (IHÓ)