Markmiðsrammar - Hugmynd og gjöf dagsins
Einföld og ódýr leið til þess að gera markmiðin sem bekkurinn, hópurinn er að vinna eftir í skólanum sýnileg er að hengja þau upp á vegg.Ég hef verið spurður töluvert um markmiðsramma sem ég hafði uppi í 3.bekkjarstofunni hjá mér og tel ég því bara best að gefa öllum kennurum þessa hönnun og hugmynd.Þið þurfið að fara í IKEA og kaupa nokkra svona ramma á kr. 450.- stk (í 21x30 cm/fyrir A4 blöð). Þau eru með plasti í staðinn fyrir gler og því öruggara í skólastofuna, léttara og ódýrara.
Síðan prentið þið út þessi blöð hér að neðan (í lit) og setjið í rammana.
Rammana hengið þið svo upp á sýnilegum stað með myndunum inní. Á þessa ramma er hægt að skrifa á með töflutúss og því tilvalið að gera sýnileg markmið á milli daga/vikna og stroka svo út.Njótið velIngvi HrannarÉg gerði bara þessi 4 fög en ef einhvern sárvantar eitthvert fag þá get ég kannski skutlast í að redda því. Sendið mér bara póst á ingvihrannar@me.com eða tístið því á mig á @IngviHrannar