Það kostar samfélagið meira að borga kennurum minna.

Í skólunum er ört vaxandi vandamál sem hvorki alþingis- né sveitarstjórnarmenn virðast vita af: Margt af færasta fólkinu í skólunum okkar er að flýja og enginn er tilbúinn að fylla þeirra skarð.Staðreyndin er sú að kennarar þurfa ekki einu sinni að flytja erlendis til þess að fá hærri laun… það er nóg að sækja um vinnu á bensínstöðinni í hverfinu eða í næstu búð til að hækka í launum. Þetta vandamál er ekki einkamál okkar heldur hefur áhrif á allt samfélagið; þig, börnin þín, barnabörn og atvinnulífið allt.ATH. ég nefni kennara oftast í þessum pistli en finnst að sama eigi að gilda um náms-og starfsráðgjafa, skólastjórnenda og annars starfsfólks skóla sem er ómetanlegur hluti af heildarmyndinni.Það virðist vera tilhneigð hjá þeim sem með völdin fara að horfa oftast bara eina fjárhagsáætlun fram í tímann og helst aldrei lengra en næstu kosningar. Þetta vandamál hef ég séð þá sem semja um laun kennara glíma við í nokkrun tíma. Aðalumræðan undanfarið snýst um hvernig eigi að hækka launin án þess að auka kostnað og lausnirnar koma nær allar niður á menntun barnanna okkar. Þær sem ég hef heyrt eru m.a:

  • Fjölga nemendum í bekk
  • Fækka kennurum
  • Meiri kennsla
  • Styttri undirbúningur fyrir kennslu.
  • Lengja kennaranámið til að réttlæta launin.

Ég tel umræðuna vera á villigötum og að við séum á kolrangri leið með lágum launum kennara. Við þurfum að horfa á heildarmyndina.Reikningsdæmið virðist einfalt; því minna sem þú borgar kennurum, því meira sparar þú. Þú skerð minni sneið af kökunni og þá er meira eftir fyrir allt hitt eins og atvinnuleysisbætur, heilbrigðiskerfið og löggæslu. En hvað ef ég segði þér að það að borga kennurum lág laun sparar ekki pening heldur kostar samfélagið mun meira til langs tíma.Wrong-Way-Turn-Back-Sign-K-7427-(1)

Hvað gerist ef við höldum áfram að borga kennurum lág laun

1. Fjöldi nemenda í bekk eykst og barnið þitt fær minni stuðningFáir fást í kennslu og það er leyst með því að stækka bekki, undirbúningur kennara styttur, menntun verður stöðluð, fög sem eru til samræmds prófs fá forgang, list-og verkgreinar detta út og námskráin er þrengd (e. narrowing of the curriculum).2. Færri sækja í kennaranám, meðalaldur kennara hækkar og lítil endurýjun verðurKennaranám er 5 ára nám og má ætla að það að fara í skóla í 5 ár kosti um 8-12 milljónir (námslán). Ef þessum 5 árum væri eytt á almennum vinnumarkaði má ætla að viðkomandi fái um 15 milljónir (250.000 x 60 mánuðir). Munurinn er gróflega reiknaður um 25 milljónir.Meðalaldur kennara hækkar áfram vegna þess að engin kemur í þeirra stað er þeim haldið í skólanum. Eins og staðan er núna eru um 40 í útskriftarárganginum 2014 en um 300 manns eru að fara á 95 ára regluna. Starfsfólkið verður í raun dýrara og dýrara því elsta fólkið er launahæst á hverja kennda stund vegna kennsluafsláttar.3. Kennarar fást ekki til starfa í stað þeirra sem yfirgefa stéttina og því ómenntaðir leiðbeinendur ráðnir innÞað væri forsíðufrétt í öllum blöðum ef Icelandair myndi ráða leiðbeinendur í störf flugmanna eða Landspítalinn myndi ráða leiðbeinanda í stöður lækna því þeir tíma ekki laununum. (Sjá gerviauglýsingu neðar í færslunni).Ef launin eru tengd framboði og eftirspurn er einfalt að sjá að laun skólafólks þurfa að hækka hið snarasta.Þegar þetta er skrifað eru 84 störf af 96 auglýstum störfum til umsóknar hjá Reykjavíkurborg hjá Skóla-og frístundasviði. 16 af 22 hjá Akureyrarbæ eru innan fræðslusviðs og 25 af 29 störfum hjá Kópavogsbæ eru laus í skólum bæjarins og svo mætti áfram telja. Tilviljun?Hvernig verður staðan eftir næsta vetur ef launin verða ekki leiðrétt? Ef þetta heldur svona áfram hverfa menntaðir kennarar úr skólunum og fólkið sem mun vinna með börnunum þínum hefur þá hvorki metnað, áhuga, menntun eða vilja að vinna með börnum heldur vantaði bara “djobb” á meðan það leitar að einhverju öðru. Fólk stoppar stutt í skólunum, reynsla verður nánast engin og faglegt starf hverfur og skólinn verður bara að pössun á meðan mamma og pabbi eru í vinnunni.4. Vandamálin stækka á meðan staðan er svona og kostnaðurinn verður hærri en kemur fram annars staðarEf við höfum ekki hæft fólk í skólunum og getum ekki tekið á málunum nægilega snemma mun að kosta samfélagið okkar gríðarlega þegar fram í sækir. Meiri peningur í löggæslu, bótakerfið (svo sem atvinnuleysisbætur) og heilbrigðiskerfið svo eitthvað sé nefnt. Það kostar samfélagið um 12-18 milljónir á ári að missa einn einstakling í neyslu og sem dæmi eru Bandaríkjamenn komnir á það stig að eyða meiri fjármunum í fangelsi heldur en háskóla.5. Landið verður ekki samkeppnishæft á alþjóðlegum markaðiNemendur sem útskrifast úr íslenskum skólum eru ekki lengur að keppa innbyrðis um störf heldur á alþjóðlegum markaði. Tækifærin eru í okkar höndum og ef við viljum auka tækifærin þurfum við að styrkja grunninn og grunnþjónustuna með því að halda í og fá besta fólkið til starfa.

Halaun_chalk

Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að borga fólki sem vinnur í skólum landsins ein hæstu laun landsins. Þetta þýðir ekki að aðrar stéttir eigi skilið eitthvað minna heldur að með þessu telji ég að allir fái meira því framtíðin verður bjartari fyrir allar stéttir.

1. Ef þú vilt að börnin þín, barnabörn fái góða menntun þá þarftu besta fólkið til þess að vinna með þeim

Til þess að fá inn og halda hæfasta fólkinu í skólunum þarftu að borga þeim bestu launin. Hugsaðu í andartak hvar þú vilt raunverulega hafa hæfasta fólkið.

2. Til þess að laða besta og klárasta fólkið í skólana

Skýsla frá McKinsey & Company “How the world’s best performing school systems come out on top” sýndi að mikilvægasti þátturinn í að bæta skólakerfi væri að fá rétta fólkið til þess að gerast kennarar.

3. Til þess að halda besta fólkinu í skólunum

Um helmingur nýútskrifaða kennara yfirgefur starfið innan 5 ára og með þeim hverfur þekking og reynsla. Það tekur nokkur ár að ná góðum tökum á starfinu og stanslaus endurnýjun starfsfólks verður til þess að þekking og reynsla hverfur.

Laun sem bjóðast í flestum öðrum störfum eru mun hærri, launaseðillinn í dag dugar varla fyrir húsnæði og mat fyrir fjölskylduna og góðir kennarar eru eftirsóttir starfskraftar í fjölmörg störf. Við verðum að halda frábæru starfsfólki í skólunum og lokka aftur þá sem hafa yfirgefið, því kostnaðurinn við að ráða og þjálfa nýtt fólk er mikill, sérstaklega ef það yfirgefur stéttina innan 5 ára.

4. Að borga kennurum há laun sendir þau skilaboð til barnanna okkar að menntun þeirra skipti okkur máli

Það segir þeim að menntun skipti máli og að við viljum besta fólkið til að vinna með þeim því framtíðin veltur á því.

5. Við höfum ekki efni á því að gera það ekki.

---

Að lokum:

Ég trúi ekki að fræðslustjórar, sveitarstjórnarfólk og foreldrar um allt land samþykki þetta ástand mikið lengur sem kemur verst niður á börnunum og framtíð svæða.Sveitarfélög og stjórnendur þeirra eiga að taka það upp hjá sjálfum sér að borga góð laun ef Samband Íslenskra Sveitarfélaga sér ekki ástæðu til þess. Við þurfum fólk við stjórn sem horfir lengra en þeirra eigin valdatími og er tilbúið að gera það sem er rétt jafnvel þó þau verði ekki sjálf við völd þegar árangurinn verður metinn/sýnilegur.Menntun er ekki metin til fulls á meðan hún á sér stað heldur eftir að henni er lokið þegar einstaklingarnir þurfa að standa á eigin fótum.Gott menntakerfi verður ekki til á skólaskrifstofum, það verður ekki til með nýrri aðalnámskrá, það verður ekki til með tæknivæðingu og það verður ekki til með nýjum skólahúsnæðum. Þessir hlutir geta hjálpað til en gott menntakerfi verður til með því að laða að og halda besta fólkinu í skólunum, borga þeim góð laun og gefa þeim næði og traust til þess að þróa starf sitt.Leicester City verða ekki Englandsmeistarar í knattspyrnu með því að byggja nýjan leikvang, stilla upp í nýtt leikkerfi, kaupa bestu skóna handa leikmönnunum og nýja bolta, þó það gæti allt hjálpað til. Þeir ná árangri með því að fá þér góðan þjálfara (skólastjóra) og lokka bestu leikmennina til sín (starfsfólkið) með launum og aðlaðandi starfsumhverfi og svo mun ferlið taka nokkur ár þangað til árangur næst.Happy-Kids-Jumping-1280x853 copyÉg vil að börnin mín fái bestu menntun sem völ er á og ég vil að börnin þín fái það einnig. Ef þróunin breytist ekki óttast ég að fleira frábært starfsfólk hverfi úr skólum landsins og einkaskólar fari að birtast hér um allt eftir 5-10 ár því ríka fólkið segi hingað og ekki lengra. Þau séu tilbúin að borga há skólagjöld og góð laun til hæfustu kennaranna sem sinna börnunum þeirra og þeir kennarar sem ekki komast að í einkaskólunum sitja eftir með ”erfiðu” og fátæku börnunum sem "henta" ekki í einkaskólana. Ójöfnuður eykst og börnum verði skipt í stéttir í grunnskóla, jafnvel fyrr. Þetta hefur gerst í fjölmörgum löndum þegar markaðsöflin fá að ráða og við verðum að læra af slæmri reynslu annara sem reyna nú að snúa þeirri þróun við án árangurs.Ég vil að þín börn fái jafn góð tækifæri og börnin mín. Við þurfum að borga öllu starfsfólki skólanna góð laun og það er stórt skref í því að laða að og halda hæfasta fólkinu í þessum störfum. Það mun hafa bein áhrif á þá 4300 kennara, 43.000 grunnskólabörn og fjölskyldur þeirra allra. Þeim peningum verður vel varið. Við getum ekki beðið lengur. Gerum skólana aðlaðandi fyrir hæfustu háskólanemana og bætum besta fólkinu til starfa í skólana til viðbótar því frábæra fólki sem þar vinnur því börnin okkar þurfa á því að halda. Framtíðin veltur á því.Ingvi Hrannar Ómarsson,Grunnskólakennari og nemandi í frumkvöðlafræðum við Háskólann í Lundi.Ég setti saman dæmi um atvinnuauglýsingu ef aðrar stéttir mættu bara ráða leiðbeinendur og borga þeim lágmarkslaun (athugið; ekki raunveruleg auglýsing).untitledÞað ótrúlega við þetta er að ég greip forsíðuna á fyrstu atvinnuauglýsingunum sem ég sá í Mogganum til þess að útbúa þess gerviauglýsingu frá Icelandair fyrir þessa grein.Upphaflegu auglýsinguna má sjá hér að neðan en ótrúlegt en satt var þar aðeins verið að auglýsa eftir starfsfólki í skóla... tilviljun?:untitled   

Previous
Previous

Essential traits and skills for future success

Next
Next

Winning Without Loosing