Seesaw plaköt fyrir kennara
Í Árskóla notum við Seesaw þegar kennarar leggja fyrir verkefni og nemendur skila inn, hvort sem það er mynd, myndband, hlekkur, teikning, handskrifað blað (sem tekin er mynd af) eða skjal úr Google svo eitthvað sé nefnt.Til þess að auðvelda bæði kennurum og nemendum vinnuna ákvað ég að búa til 9 plaköt sem kennarar geta prentað út fyrir sig og nemendur og hengt upp, eða prentað og haft hjá sér.... ja eða bara vistað í Apple Books í iPadinum ;)Að sjálfsögðu ætla ég að gefa ykkur þau ef þið viljið nota. Þau hafa allavega einfaldað líf mitt til muna :)Skjalið getið þið sótt hér: How to Seesaw? Ingvi Hrannar
Plakötin eru:
Hvernig á að búa til verkefni?
Hvernig skrifa ég góða verkefnalýsingu?
Hvernig skila nemendur í 1-4.bekk verkefnum? (Deila tækjum)
Hvernig skila nemendur í 5-10.bekk verkefnum? (allir með iPad)
Hvernig verkefnum geta nemendur skilað?
Hvernig met ég verkefni eftir hæfni?
Hvernig bæti ég nemendum í hópinn/bekkinn?
Hvernig breyti ég stillingum í hópnum/bekknum?
Táknlisti fyrir kennara í verkefnalýsingum.
Njótið velIngvi Hrannar